Hljóðupptakan kemur frá Chandra skoðunarstöð NASA og birtist fyrst í maí.
Geimferðastofnunin hefur lýst hljóðunum sem þrýstingsbylgjum sem svartholið gefur frá sér vegna mikils magns gass í stjörnuþokuklasanum.
Bylgjurnar eru 57 áttundum undir mið-C sem þýðir að vísindamenn þurftu að hækka tíðni þeirra katrilljónfalt (eða sem nemur margföldun á tíu í 24. veldi) til að eyru manna gætu numið bylgjurnar.
The misconception that there is no sound in space originates because most space is a ~vacuum, providing no way for sound waves to travel. A galaxy cluster has so much gas that we've picked up actual sound. Here it's amplified, and mixed with other data, to hear a black hole! pic.twitter.com/RobcZs7F9e
— NASA Exoplanets (@NASAExoplanets) August 21, 2022
NASA dreifðu hljóðupptökuna svo á Twitter núna um helgina og hefur hún vakið mikla athygli fólks enda er hljóðið býsna óhugnanlegt.