Rangfærslur um Ísrael og Palestínu leiðréttar Finnur Th. Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 07:30 Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi. Ísraelsríki er ekki fullkomið frekar en önnur ríki en andstæðingar Ísraels virðast einhverra hluta vegna telja réttlætanlegt að grípa til ósanninda og æsifréttamennsku máli sínu til stuðnings. Ef Ísraelsríki væri raunverulega svona slæmt myndi maður ætla að sannleikurinn segði allt sem segja þarf. Í þessari grein mun ég nefna og hrekja þrjár rangfærslur um Ísrael og Palestínu sem hafa orðið á vegi mínum nýlega, en þetta eru þó aðeins þrjár af mörgum. Rangfærsla 1: „Palestínumönnum fækkar stöðugt.“ Þessi rangfærsla er í raun afbrigði þeirrar ásökunar að Ísrael stundi þjóðernishreinsanir. Sú ásökun fer gjarnan á flug þegar Ísrael á í útistöðum við þau fjölmörgu hryðjuverkasamtök sem starfa á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Máli sínu til stuðnings fullyrða andstæðingar Ísraels að Palestínumönnum fari stöðugt fækkandi. Hins vegar sýnir tölfræði World Population Review að áratugum saman hafi Palestínumönnum á Vesturbakkanum og Gaza fjölgað hraðar en Ísraelsmönnum. Ekkert útlit er fyrir breytingu á þeirri þróun. En Palestínumönnum fjölgar ekki aðeins heima fyrir heldur fjölgar einnig í hópi þeirra Palestínumanna sem búa á erlendri grundu. Langflestir þessara einstaklinga eru skráðir flóttamenn hjá palestínsku flóttamannahjálpinni (UNRWA). Helstu skýringuna á þessari fjölgun má rekja til regluverks UNRWA sem viðheldur flóttamannastöðu þeirra flóttamanna sem hafa hlotið ríkisborgararétt í dvalarlandi (sjá síðu 15, neðanmálsgrein 69, í þessari skýrslu). Þeir og afkomendur þeirra virðast geta haldið flóttamannastöðu sinni um ókomna tíð. Hér er um að ræða skýra mismunun því þetta fyrirkomulag tekur eingöngu til palestínskra flóttamanna. Allir aðrir flóttamenn (sem fá aðstoð frá annarri flóttamannastofnun – UNHCR) missa flóttamannastöðu sína þegar þeir öðlast ríkisborgararétt í dvalarlandi (sjá síðu 34 í þessari skýrslu). Með þessa staðreynd í huga er lítil furða að fjöldi skráðra palestínskra flóttamanna fari ört hækkandi. Hvernig sem á málið er litið – hvort sem um er að ræða Palestínumenn sem búa á sjálfstjórnarsvæðunum eða í öðrum ríkjum – þá fer Palestínumönnum fjölgandi en ekki fækkandi. Rangfærsla 2: „Ísrael viðhefur aðskilnaðarstefnu.“ Rangfærslan um að aðskilnaðarstefna sé við lýði í Ísrael hefur reglulega skotið upp kollinum, nú síðast í skýrslu Amnesty International. Hér áður var hægt að bera mikla virðingu fyrir Amnesty en því miður bendir margt til þess að þau samtök séu ekki lengur marktæk. Nýleg skýrsla þeirra sem sakar úkraínsk yfirvöld um að stofna úkraínskum almenningi í hættu í yfirstandandi innrásarstríði Pútíns er aðeins eitt dæmi af mörgum. Augljóst er að samtökin eru farin að tala fyrir ákveðnum pólitískum skoðunum og hygla ákveðnum ríkjum frekar en öðrum. Aðskilnaðarstefnuásökunin byggir í raun á þeim fölsku forsendum að Ísrael sé afleiðing vestrænnar heimsvaldastefnu. Sú hugmynd fellur um sjálfa sig með það til hliðsjónar að um 56 prósent ísraelskra Gyðinga eiga ættir sínar að rekja til landa sem eru ekki vestræn (sjá síðu 8 í þessari skýrslu). Þeirra á meðal eru þeir Gyðingar sem hafa búið á svæði Ísraels frá örófi alda. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á að flestir hópar Gyðinga hafa erfðafræðileg tengsl við Mið-Austurlönd. Það eitt að Ísrael sé þjóðríki Gyðinga sem hyglir menningu og tungumáli þeirra er engin sönnun fyrir aðskilnaðarstefnu. Ísland er þjóðríki Íslendinga og hyglir íslenskri tungu og menningu. Hvernig sem því líður býr hér fjöldi fólks af erlendum uppruna sem hefur sama rétt og Íslendingar frammi fyrir íslenskum lögum. Að sama skapi eru um 20 prósent ríkisborgara Ísraels arabískir og fjöldi innflytjenda af ólíku þjóðerni býr í Ísrael. Ísraelskir Arabar tilheyra öllum stéttum og eiga meðal annars sæti í hæstarétti og á ísraelska þinginu. Hvers konar aðskilnaðarstefnu ber þetta merki um? Joe Biden, Olaf Schulz, Emmanuel Macron og ísraelsk-arabíski þingmaðurinn Mansour Abbas eru meðal þeirra stjórnmálamanna sem hafna ásökuninni um aðskilnaðarstefnu. Auk þess veit hver sá sem hefur farið til Ísraels og kynnt sér málið af alvöru að þessi ásökun heldur ekki vatni. Fyrir ári síðan hrakti ég þessa rangfærslu í ítarlegri grein sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Rangfærsla 3: „Palestína er (eða var á einhverjum tímapunkti) sjálfstætt ríki.“ Ákveðinn hluta ævinnar sat ég á vinstri væng stjórnmálanna. Á þeim árum varð ég reglulega var við reiði pólitískra bandamanna minna í garð „evrópskra Gyðinga“ sem voru sagðir hafa yfirtekið sjálfstætt ríki Palestínumanna. Mér þótti þessi staðhæfing alltaf bera merki um Gyðingahatur en á þeim tíma hafði ég ekki þekkinguna til að hrekja rangfærslurnar í þessum málflutningi. Það eru um sex ár síðan ég lagðist í mikla upplýsingaöflun og komst að því sanna í málinu. Það er að vísu rétt að evrópskir Gyðingar hafi átt frumkvæðið að flutningum Gyðinga til svæðisins á 19. öld. En líkt og áður kom fram bjó hópur innfæddra Gyðinga þegar í landinu auk þess að mikill fjöldi þeirra Gyðinga sem fluttu þangað kom frá þróunarlöndum, ekki Evrópu. En staðhæfingin um sjálfstætt ríki Palestínumanna er ekki síður röng. Fyrir tíð Ísraels var aldrei til sjálfstætt palestínskt ríki. Í aldanna rás féll landsvæðið í hendur hinna ýmsu heimsvelda. Lengst af tilheyrði það þó Tyrkjaveldi. Árið 1918 tapaði Tyrkjaveldi svæðinu í hendur bandamanna sem breyttu því í breskt umboðssvæði (e. Mandatory Palestine) árið 1920. Hernámið var af hálfu Arabaríkjanna, ekki Ísraels Undir lok nýlendutímans byggði sjálfstæði ríkja annars vegar á sjálfstæðisyfirlýsingu hóps sem dvaldi innan skilgreinds landsvæðis og hins vegar á viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á þeirri yfirlýsingu. Sá hópur sem lýsti yfir sjálfstæði og fékk viðurkenningu hlaut yfirráð yfir öllu svæði fyrrverandi nýlendunnar eða umboðssvæðisins (lagaleg frumregla sem kallast uti possidetis juris). Sumar nýlendur urðu sjálfstæðar í kjölfar byltingar (til dæmis Alsír) en forsendurnar fyrir sjálfstæði voru engu að síður þær sömu. Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði þegar Bretar afsöluðu sér umboðssvæðinu árið 1948. Hins vegar lýstu fulltrúar Palestínuaraba hvorki yfir sjálfstæði né samþykktu þeir tillögur Sameinuðu þjóðanna að skiptingu landsins. Allt landsvæðið innan gamla umboðssvæðisins hefði þar af leiðandi átt að falla í hendur Ísraelsríkis. En Arabaríkin í nágrenni Ísraels gerðu strax innrás í hið nýstofnaða ríki og hernámu rúman fimmtungshluta þess. Jórdanía hernam þann hluta sem var síðar nefndur Vesturbakkinn. Egyptaland hernam strandlengju í suðvestri sem var síðar nefnd Gazasvæðið í höfuð fjölmennustu borgarinnar á svæðinu. Hernám Jórdaníu og Egyptalands á þessum landsvæðum varði frá 1948 til 1967. Það var aldrei á stefnuskrá Egyptalands eða Jórdaníu að veita Palestínumönnum sjálfstæði. Sú krafa var auk þess ekki ofarlega á baugi meðal Palestínumanna á þessu tímabili. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna Frelsishreyfing Palestínu (PLO) lýsti ekki yfir sjálfstæði fyrr en árið 1988. Vandamálið var auðvitað að á þessu landsvæði hafði Ísrael þegar verið sjálfstætt ríki í 40 ár. Lagalega frumreglan um svæðisbundinn heilleika (e. territorial integrity) hefur yfirleitt komið í veg fyrir að minnihlutahópar geti lýst yfir sjálfstæði á svæði sem tilheyrir þegar sjálfstæðu ríki. Árið 1996 komst nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismununar að þeirri niðurstöðu að „alþjóðalög viðurkenni ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“. Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er bæði einföld og skynsamleg. Það eru í það minnsta nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga starfandi í heiminum í dag. Ef þessar hreyfingar fengju allt í einu blessun alþjóðasamfélagsins til að kljúfa sig frá þeim ríkjum sem þær tilheyra myndu borgarastyrjaldir blasa við stórum hluta heimsins. Þær aðskilnaðarhreyfingar sem rata í helst í fjölmiðla þessa dagana eru annars vegar palestínsk hryðjuverkasamtök og hins vegar hreyfingar rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbass og á Krímskaga – svæðum sem tilheyra Úkraínu samkvæmt alþjóðalögum. Það er greinileg hliðstæða á milli hernáms Egyptalands og Jórdaníu á svæðum Ísraels og hernáms Pútíns á svæðum Úkraínu. Lögfræðingurinn Simone F. van den Driest komst að þeirri niðurstöðu að hernám Rússlands á svæðum Úkraínu sem hófst árið 2014 hafi gert sjálfstæðisyfirlýsingu aðskilnaðarsinna ólöglega með öllu. Á sömu forsendum ætti 19 ára langt hernám Egyptalands og Jórdaníu á svæðum Ísraels að hafa gert sjálfstæðisyfirlýsingu PLO ólöglega. Þrátt fyrir allt þetta er krafa Palestínumanna um eigið þjóðríki í sjálfu sér skiljanleg. En eina alþjóðlega viðurkennda leiðin sem aðskilnaðarhópur getur farið að sjálfstæði er samningaleiðin. Það var leiðin sem fulltrúar Palestínumanna virtust tímabundið vilja fara á árunum 1993 til 1995 þegar Oslóarsamningarnir voru undirritaðir. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem Palestínumenn fengu eigið yfirráðasvæði („Svæði A“ á Vesturbakkanum). Vilji fulltrúar þeirra nokkurn tímann öðlast meira landsvæði er þetta eina leiðin sem stendur þeim til boða. Leið ofbeldis og hryðjuverka mun aldrei skila þeim nokkru öðru en áframhaldandi erfiðleikum. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi. Ísraelsríki er ekki fullkomið frekar en önnur ríki en andstæðingar Ísraels virðast einhverra hluta vegna telja réttlætanlegt að grípa til ósanninda og æsifréttamennsku máli sínu til stuðnings. Ef Ísraelsríki væri raunverulega svona slæmt myndi maður ætla að sannleikurinn segði allt sem segja þarf. Í þessari grein mun ég nefna og hrekja þrjár rangfærslur um Ísrael og Palestínu sem hafa orðið á vegi mínum nýlega, en þetta eru þó aðeins þrjár af mörgum. Rangfærsla 1: „Palestínumönnum fækkar stöðugt.“ Þessi rangfærsla er í raun afbrigði þeirrar ásökunar að Ísrael stundi þjóðernishreinsanir. Sú ásökun fer gjarnan á flug þegar Ísrael á í útistöðum við þau fjölmörgu hryðjuverkasamtök sem starfa á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Máli sínu til stuðnings fullyrða andstæðingar Ísraels að Palestínumönnum fari stöðugt fækkandi. Hins vegar sýnir tölfræði World Population Review að áratugum saman hafi Palestínumönnum á Vesturbakkanum og Gaza fjölgað hraðar en Ísraelsmönnum. Ekkert útlit er fyrir breytingu á þeirri þróun. En Palestínumönnum fjölgar ekki aðeins heima fyrir heldur fjölgar einnig í hópi þeirra Palestínumanna sem búa á erlendri grundu. Langflestir þessara einstaklinga eru skráðir flóttamenn hjá palestínsku flóttamannahjálpinni (UNRWA). Helstu skýringuna á þessari fjölgun má rekja til regluverks UNRWA sem viðheldur flóttamannastöðu þeirra flóttamanna sem hafa hlotið ríkisborgararétt í dvalarlandi (sjá síðu 15, neðanmálsgrein 69, í þessari skýrslu). Þeir og afkomendur þeirra virðast geta haldið flóttamannastöðu sinni um ókomna tíð. Hér er um að ræða skýra mismunun því þetta fyrirkomulag tekur eingöngu til palestínskra flóttamanna. Allir aðrir flóttamenn (sem fá aðstoð frá annarri flóttamannastofnun – UNHCR) missa flóttamannastöðu sína þegar þeir öðlast ríkisborgararétt í dvalarlandi (sjá síðu 34 í þessari skýrslu). Með þessa staðreynd í huga er lítil furða að fjöldi skráðra palestínskra flóttamanna fari ört hækkandi. Hvernig sem á málið er litið – hvort sem um er að ræða Palestínumenn sem búa á sjálfstjórnarsvæðunum eða í öðrum ríkjum – þá fer Palestínumönnum fjölgandi en ekki fækkandi. Rangfærsla 2: „Ísrael viðhefur aðskilnaðarstefnu.“ Rangfærslan um að aðskilnaðarstefna sé við lýði í Ísrael hefur reglulega skotið upp kollinum, nú síðast í skýrslu Amnesty International. Hér áður var hægt að bera mikla virðingu fyrir Amnesty en því miður bendir margt til þess að þau samtök séu ekki lengur marktæk. Nýleg skýrsla þeirra sem sakar úkraínsk yfirvöld um að stofna úkraínskum almenningi í hættu í yfirstandandi innrásarstríði Pútíns er aðeins eitt dæmi af mörgum. Augljóst er að samtökin eru farin að tala fyrir ákveðnum pólitískum skoðunum og hygla ákveðnum ríkjum frekar en öðrum. Aðskilnaðarstefnuásökunin byggir í raun á þeim fölsku forsendum að Ísrael sé afleiðing vestrænnar heimsvaldastefnu. Sú hugmynd fellur um sjálfa sig með það til hliðsjónar að um 56 prósent ísraelskra Gyðinga eiga ættir sínar að rekja til landa sem eru ekki vestræn (sjá síðu 8 í þessari skýrslu). Þeirra á meðal eru þeir Gyðingar sem hafa búið á svæði Ísraels frá örófi alda. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á að flestir hópar Gyðinga hafa erfðafræðileg tengsl við Mið-Austurlönd. Það eitt að Ísrael sé þjóðríki Gyðinga sem hyglir menningu og tungumáli þeirra er engin sönnun fyrir aðskilnaðarstefnu. Ísland er þjóðríki Íslendinga og hyglir íslenskri tungu og menningu. Hvernig sem því líður býr hér fjöldi fólks af erlendum uppruna sem hefur sama rétt og Íslendingar frammi fyrir íslenskum lögum. Að sama skapi eru um 20 prósent ríkisborgara Ísraels arabískir og fjöldi innflytjenda af ólíku þjóðerni býr í Ísrael. Ísraelskir Arabar tilheyra öllum stéttum og eiga meðal annars sæti í hæstarétti og á ísraelska þinginu. Hvers konar aðskilnaðarstefnu ber þetta merki um? Joe Biden, Olaf Schulz, Emmanuel Macron og ísraelsk-arabíski þingmaðurinn Mansour Abbas eru meðal þeirra stjórnmálamanna sem hafna ásökuninni um aðskilnaðarstefnu. Auk þess veit hver sá sem hefur farið til Ísraels og kynnt sér málið af alvöru að þessi ásökun heldur ekki vatni. Fyrir ári síðan hrakti ég þessa rangfærslu í ítarlegri grein sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Rangfærsla 3: „Palestína er (eða var á einhverjum tímapunkti) sjálfstætt ríki.“ Ákveðinn hluta ævinnar sat ég á vinstri væng stjórnmálanna. Á þeim árum varð ég reglulega var við reiði pólitískra bandamanna minna í garð „evrópskra Gyðinga“ sem voru sagðir hafa yfirtekið sjálfstætt ríki Palestínumanna. Mér þótti þessi staðhæfing alltaf bera merki um Gyðingahatur en á þeim tíma hafði ég ekki þekkinguna til að hrekja rangfærslurnar í þessum málflutningi. Það eru um sex ár síðan ég lagðist í mikla upplýsingaöflun og komst að því sanna í málinu. Það er að vísu rétt að evrópskir Gyðingar hafi átt frumkvæðið að flutningum Gyðinga til svæðisins á 19. öld. En líkt og áður kom fram bjó hópur innfæddra Gyðinga þegar í landinu auk þess að mikill fjöldi þeirra Gyðinga sem fluttu þangað kom frá þróunarlöndum, ekki Evrópu. En staðhæfingin um sjálfstætt ríki Palestínumanna er ekki síður röng. Fyrir tíð Ísraels var aldrei til sjálfstætt palestínskt ríki. Í aldanna rás féll landsvæðið í hendur hinna ýmsu heimsvelda. Lengst af tilheyrði það þó Tyrkjaveldi. Árið 1918 tapaði Tyrkjaveldi svæðinu í hendur bandamanna sem breyttu því í breskt umboðssvæði (e. Mandatory Palestine) árið 1920. Hernámið var af hálfu Arabaríkjanna, ekki Ísraels Undir lok nýlendutímans byggði sjálfstæði ríkja annars vegar á sjálfstæðisyfirlýsingu hóps sem dvaldi innan skilgreinds landsvæðis og hins vegar á viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á þeirri yfirlýsingu. Sá hópur sem lýsti yfir sjálfstæði og fékk viðurkenningu hlaut yfirráð yfir öllu svæði fyrrverandi nýlendunnar eða umboðssvæðisins (lagaleg frumregla sem kallast uti possidetis juris). Sumar nýlendur urðu sjálfstæðar í kjölfar byltingar (til dæmis Alsír) en forsendurnar fyrir sjálfstæði voru engu að síður þær sömu. Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði þegar Bretar afsöluðu sér umboðssvæðinu árið 1948. Hins vegar lýstu fulltrúar Palestínuaraba hvorki yfir sjálfstæði né samþykktu þeir tillögur Sameinuðu þjóðanna að skiptingu landsins. Allt landsvæðið innan gamla umboðssvæðisins hefði þar af leiðandi átt að falla í hendur Ísraelsríkis. En Arabaríkin í nágrenni Ísraels gerðu strax innrás í hið nýstofnaða ríki og hernámu rúman fimmtungshluta þess. Jórdanía hernam þann hluta sem var síðar nefndur Vesturbakkinn. Egyptaland hernam strandlengju í suðvestri sem var síðar nefnd Gazasvæðið í höfuð fjölmennustu borgarinnar á svæðinu. Hernám Jórdaníu og Egyptalands á þessum landsvæðum varði frá 1948 til 1967. Það var aldrei á stefnuskrá Egyptalands eða Jórdaníu að veita Palestínumönnum sjálfstæði. Sú krafa var auk þess ekki ofarlega á baugi meðal Palestínumanna á þessu tímabili. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna Frelsishreyfing Palestínu (PLO) lýsti ekki yfir sjálfstæði fyrr en árið 1988. Vandamálið var auðvitað að á þessu landsvæði hafði Ísrael þegar verið sjálfstætt ríki í 40 ár. Lagalega frumreglan um svæðisbundinn heilleika (e. territorial integrity) hefur yfirleitt komið í veg fyrir að minnihlutahópar geti lýst yfir sjálfstæði á svæði sem tilheyrir þegar sjálfstæðu ríki. Árið 1996 komst nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismununar að þeirri niðurstöðu að „alþjóðalög viðurkenni ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“. Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er bæði einföld og skynsamleg. Það eru í það minnsta nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga starfandi í heiminum í dag. Ef þessar hreyfingar fengju allt í einu blessun alþjóðasamfélagsins til að kljúfa sig frá þeim ríkjum sem þær tilheyra myndu borgarastyrjaldir blasa við stórum hluta heimsins. Þær aðskilnaðarhreyfingar sem rata í helst í fjölmiðla þessa dagana eru annars vegar palestínsk hryðjuverkasamtök og hins vegar hreyfingar rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbass og á Krímskaga – svæðum sem tilheyra Úkraínu samkvæmt alþjóðalögum. Það er greinileg hliðstæða á milli hernáms Egyptalands og Jórdaníu á svæðum Ísraels og hernáms Pútíns á svæðum Úkraínu. Lögfræðingurinn Simone F. van den Driest komst að þeirri niðurstöðu að hernám Rússlands á svæðum Úkraínu sem hófst árið 2014 hafi gert sjálfstæðisyfirlýsingu aðskilnaðarsinna ólöglega með öllu. Á sömu forsendum ætti 19 ára langt hernám Egyptalands og Jórdaníu á svæðum Ísraels að hafa gert sjálfstæðisyfirlýsingu PLO ólöglega. Þrátt fyrir allt þetta er krafa Palestínumanna um eigið þjóðríki í sjálfu sér skiljanleg. En eina alþjóðlega viðurkennda leiðin sem aðskilnaðarhópur getur farið að sjálfstæði er samningaleiðin. Það var leiðin sem fulltrúar Palestínumanna virtust tímabundið vilja fara á árunum 1993 til 1995 þegar Oslóarsamningarnir voru undirritaðir. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem Palestínumenn fengu eigið yfirráðasvæði („Svæði A“ á Vesturbakkanum). Vilji fulltrúar þeirra nokkurn tímann öðlast meira landsvæði er þetta eina leiðin sem stendur þeim til boða. Leið ofbeldis og hryðjuverka mun aldrei skila þeim nokkru öðru en áframhaldandi erfiðleikum. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun