Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:56 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21