Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 11:15 Marjon Pasmooij á Karítas frá Kirkjufelli og Karri Bruskotter á Skuld frá Stokkseyri koma í mark við Gunnarsholt í gær. Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt. Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk. Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Erlent Fleiri fréttir Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Sjá meira
Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk.
Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Erlent Fleiri fréttir Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Sjá meira
Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30
Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00