Nýtum áfengisgjald í félagslega uppbyggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af áfengisneyslu Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir skrifa 26. ágúst 2022 14:33 Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Betra líf, mannúð og réttlæti Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi. Markmið tillögunnar var að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Margir tóku jákvætt í efni tillögunnar og á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. október 2012 var fjallað um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða á fundinum árið 2012: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið um með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn“. Efni tillögunnar fékk mikinn meðbyr á meðal almennings enda hljótum við öll að geta verið sammála um samfélagslegan ávinning okkar allra ef vel er staðið að þessu málefni. Hún fékk þó ekki brautargengi innan stjórnsýslunnar þrátt fyrir mikla yfirlýsingagleði og bókunarvilja embættis- og stjórnmálamanna. Áfengisgjald ætti að nýta í öll þau verkefni sem snúa að því að leysa úr áfengisvandanum ekki aðeins hluta þeirra. Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu greiða áfengisgjald í ríkissjóð. Á síðasta ári jukust þessar tekjur mikið og voru 2 milljörðum hærri en áætlað var, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir í kringum 20,3 milljörðum í ríkiskassann. Covid setti strik í reikninginn þar sem fólk keypti meira áfengi, fór minna til útlanda og met voru sett í áfengissölu. En hver er helst að kaupa og drekka áfengi hér á landi? Áfengisneysla landsmanna er mismikil. Í könnun sem Gallup gerði fyrir hönd landlæknisembættisins árið 2021 sögðust 35% drekka áfengi í hverri viku og tæpur fjórðungur féll undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju. Ljóst er að áfengisgjaldinu sem rennur í ríkissjóð er haldið uppi af tiltölulega litlum hópi fólks sem er í mikilli hættu á að glíma við alvarlegar afleiðingar ofneyslu áfengis ef það er ekki nú þegar byrjað að hljóta skaða af. Skaðsemi áfengis getur verið gríðarleg og mjög víðtæk fyrir þau sem falla í ofneyslu þess, sem og fyrir aðstandendur þeirra. Nærsamfélagið hefur ýmis félagsleg bjargráð til handa þeim sem þurfa á stuðningi að halda til skamms eða lengri tíma. Við vitum þó að þörf er á auknu fjármagni til að hægt sé að beita þeim svo sómi sé af. Gistiskýli þurfa að standa öllum sem eru án húsaskjóls til boða, þar sem engum er vísað frá vegna plássleysis. Enginn á að þurfa að bíða til lengdar eftir heimili sem hentar þeim og þeirra þörfum. Þar að auki er nauðsynlegt að geta ávallt boðið börnum og aðstandendum þeirra sem eru með áfengis- og vímuefnavanda ráðgjöf og stuðning. Ekkert af áfengisgjaldinu rennur hinsvegar til sveitarfélaganna sem sinna þessari mikilvægu þjónustu við þau sem verða fyrir skaða af ofneyslu áfengis. Sósíalistar í borgarstjórn hafa því lagt til að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að hefja viðræður við ríkið um að veita 10% af áfengisgjaldi til sveitarfélaganna. Mikilvægt er að unnið verði að því á vettvangi sveitarfélaganna að hluti af þeim fjárhagslega gróða sem hlýst af sölu áfengis, verði varið í félagslega uppbyggingu til að mæta þörfum þeirra sem fara halloka í viðskiptunum. Höfundar eru borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun