Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 19:29 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Vísir/Egill Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06