Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2022 10:05 Mikið var fjallað um ástarmál Simons í norrænum fjölmiðlum á sínum tíma. Atuagagdliutit/Tímarit.is Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma. Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma.
Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira