„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 21:06 Tamás segir fyrirtækið sem hann starfaði hjá ekki ætla að greiða honum veikindadaga sem hann eigi rétt á. Vísir/Steingrímur Dúi Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56