Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Serena neitar að staðfesta hvenær spaðinn fer upp í hillu. Lev Radin/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn. Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn.
Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira