Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 13:25 Friðrik Jónsson vill mæta tímanlega við samningaborðið. Tafir á samningum kosti launafólk. Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst. Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“ Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Formannaráðið vill með ákvörðun þessari þétta raðirnar og undirstrika betur semeiginleg baráttumál og hagsmuni. „Við sjáum að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir á íslenskum vinnumarkaði þær snúa að stóru línunum. Sérstaklega er það verðbólgan. Ég hef kallað þetta tvöfaldankaupmáttarbruna sem við sjáum núna bara í hverjum mánuði, annars vegar út af verðbólgunni og hins vegar út af hinni hlið þess penings sem eru vaxtahækkanir Seðlabankans. Auðvitað finnum við öll fyrir þessu á íslenskum vinnumarkaði, bæði launafólk og líka atvinnurekendur. Markmiðið, númer eitt, tvö og þrjú, hlýtur að vera að stöðva þennan kaupmáttarbruna,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Kjarasamningar á opinberum markaði renna út í lok mars en Bandalagið má samt engan tíma missa. „Það hefur verið hefð, og ég leyfi mér að segja ósiður, á íslenskum vinnumarkaði að samningar renna út og síðan tekur óratíma að komast að niðurstöðu með samning. Það er oft byrjað seint og illa og það,verð ég nú því miður að segja, er oftast gagnaðilinn sem hefur ekki verið tilbúinn. Í þessu felst hvatning til þess að við öll vinnum betur og gerum betur af því að töfin er svo dýr, sérstaklega í verðbólguumhverfi.“ Kröfugerðir bandalagsins eru vel á veg komnar en ákall um samtal nú felst fyrst og fremst í stórulínunum; hvað hægt sé að gera til að stöðva kaupmáttarbruna. „Á opinberum markaði þá viljum við líka taka alvarlegra samtal um nokkur mál sem hafa verið í deiglu mjög lengi, eitt af því er jöfnun launa milli markaða sem er gamalt loforð tengt lífeyrissamkomulaginu 2016 sem hefur ekki verið efnt og ekki verið fundinn farvegur. Síðan almennt að jafna virði sérstaklega kvenlægra starfa. Þrátt fyrir þann árangur sem við höfum náð á sviði jafnréttismála þá er þar víða pottur brotinn og átaks þörf.“
Vinnumarkaður Kjaramál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Segir samfélagið í „tvöföldum kaupmáttarbruna“ og vill hefja viðræður strax Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar. 30. ágúst 2022 06:47