„Ég sé ekki eftir neinu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Alexandra Jóhannsdóttir fékk draum uppfylltan þegar hún spilaði á EM í Englandi í sumar en nú vill hún að HM-draumurinn rætist. VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti