„Hann vill að ég fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Frænkurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir léttar í bragði. Þær eru í lykilhlutverkum hjá íslenska landsliðinu sem stefnir á að landa HM-sæti í fyrsta sinn í sögunni, helst næsta þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir segir að nú sé mögulega síðasti sénsinn hennar til að komast með íslenska landsliðinu í lokakeppni HM í fótbolta. Hún mætir í landsleikina við Hvíta-Rússland og Holland eftir að hafa nýverið fengið nýtt ábyrgðarhlutverk hjá West Ham. Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Dagný var gerð að fyrirliða West Ham á dögunum en hún hefur verið á mála hjá félaginu síðasta eitt og hálfa árið. Þessi 31 árs gamli Rangæingur hefur haldið með West Ham frá því í æsku og því er væntanlega draumur að verða fyrirliði liðsins? „Þetta er fyrst og fremst heiður, og gaman að þeir treysti mér fyrir því að leiða liðið áfram. Ég er samt bara enn þá sama Dagný en fæ kannski aðeins meiri ábyrgð,“ segir Dagný létt í bragði. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, hefur greinilega miklar mætur á Íslendingnum í liðinu sínu: „Honum fannst ég bara góð fyrirmynd innan vallar og utan vallar. Góður leiðtogi. Hann vill að ég dragi liðið áfram með mér og fái fleiri stelpur til að taka upp mínar hefðir, sérstaklega kannski utan vallar,“ segir Dagný og bætir við að Hamrarnir ætli sér að gera enn betur í vetur en á síðustu leiktíð, sem þó hafi verið sú besta hjá liðinu frá upphafi. Klippa: Dagný um fyrirliðahlutverkið og leiðina að HM Næstu daga hugsar Dagný hins vegar alfarið um leiki Íslands í undankeppni HM því með sigri gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag, og að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht næsta þriðjudagskvöld, tryggir Ísland sér sæti á HM í fyrsta sinn. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir, sérstaklega Hvít-Rússaleikurinn. Það er stórleikur og sérstaklega mikilvægt að við séum einbeittar að því verkefni. Við þurfum að taka þrjú stig þar svo að leikurinn við Holland verði næsti stórleikur. Við stefnum að því að klára dæmið í þessum leikjum og vonandi gengur það eftir en við verðum að spila vel,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir er langmarkahæst í núverandi landsliðshópi Íslands, með 35 mörk.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Kannski er þetta síðasti sénsinn manns“ Ísland fagnaði 5-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi í apríl, í leik sem fór fram í Belgrad, en Dagný varar við of mikilli bjartsýni fyrir föstudaginn: „Eftir 5-0 sigur er kannski auðvelt að segja að við eigum að vera sterkari en það sem skeði í leiknum gegn þeim úti var að við nýttum færin okkar vel og náðum að skora snemma á þær. Það gerði það að verkum að þær þurftu að stíga framar og við gátum þá opnað þær meira. Það er mikilvægt að við spilum vel, látum boltann ganga hratt á milli og klárum þau færi sem við fáum. En Hvít-Rússarnir unnu Tékkana og Tékkarnir gerðu jafntefli við Hollendinga, þannig að þær eru með öflugt lið og við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Dagný. En hversu mikils virði yrði það fyrir hana að komast á HM? „Það er draumur og hefur alltaf verið draumur að komast með íslenska landsliðinu á HM. Vonandi gengur það eftir. Alla langar til að það gerist. Nú er maður orðinn 31 árs og veit aldrei hvort að næsti séns komi. Kannski er þetta síðasti sénsinn manns. Vonandi gengur það eftir.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira