Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 18:09 Gerður segir að múffur sem keyptar eru í bakaríi séu ekki að rugla fólk sem kaupir múffur í kynlífstækjaverslunum. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla. Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla.
Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira