Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 17:38 Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er kallað eftir umbótum á lagaumhverfi lokaðra geðdeilda. Vísir/vilhelm Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. „Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
„Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19