Svakalegur sigur Serenu: „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 12:31 Williams vann geggjaðan sigur í nótt. Frey/TPN/Getty Images Serena Williams er komin áfram í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem gæti verið hennar síðasta í einliðaleik á ferlinum. Hún lagði Anett Kontaveit, sem var talin líkleg til afreka, óvænt í nótt. Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn. Tennis Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn.
Tennis Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira