Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 14:50 Mikilvægum spurningum er enn ósvarað um það hvort Trump sagði lögmönnum sínum að segja ósatt og af hverju Trump tók gögnin með sér úr Hvíta húsinu og vildi ekki afhenda þau. AP/Steve Helber Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. Þrátt fyrir það er of snemmt að segja til um hvort forsvarsmenn ráðuneytisins ákæri lögmennina eða Trump. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja að áðurnefnt dómsskjal innihaldi margvíslegar vísbendingar um að lögmenn Trumps hafi ítrekað sagt embættismönnum og rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) ósatt um vörslu leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump og hans fólk virðist hafa meðhöndlað þessi leynilegu gögn á ólöglegan hátt og reynd að fela þau fyrir rannsakendum. Spjótin beinast sérstaklega að Bobb en hún staðhæfði og skrifaði undir yfirlýsingu um að engin opinber eða leynileg gögn væri í Mar-a-Lago, sem reyndist ósatt. Corcoran mun hafa sagt eitthvað svipað við rannsakendur en ólöglegt er að segja rannsakendum FBI ósatt. Dómsmálaráðuneytið segir ítrekaðar tilraunir til að koma höndum yfir gögnin ekki hafa skilað árangri og því hafi á endanum verið ákveðið að gera húsleit í Mar-a-Lago. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við WP segja þó nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað og þá sérstaklega þeirri hvort Trump sjálfur hafi sagt Corcoran og Bobb að segja ósatt um gögnin. Einnig sé ekki vitað af hverju Trump hafi tekið þessi gögn með sér úr Hvíta húsinu og af hverju hann vildi ekki afhenda þau til þjóðskjalasafnsins, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Það sé þó nokkuð ljóst að lögmennirnir hafi sagt ósatt og standi mögulega frammi fyrir ákærum um að reyna að hindra framgang rannsakenda FBI og ráðuneytisins. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um gögnin leynilegu. Hann hefur meðal annars staðhæft að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir til að koma sök á sig og haldið því fram að það væri allt í lagi þó hann hefði tekið gögnin með sér, því sem forseti hefði hann svipt leynd af þeim. Forsetar Bandaríkjanna geta svipt leynd af leynilegum gögnum en það þyrfti að fara í ákveðið ferli og engar skráningar eru til um að Trump hafi nokkurn tímann gefið þessar skipanir. Til viðbótar við það virtist Trump viðurkenna í gær á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði vísvitandi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago . Trump has moved off suggesting things were planted and now says documents were in cartons at his house/club which he says even though his lawyer signed a document asserting all material was in the storage area and went back, per DOJ pic.twitter.com/J3ANADC5rq— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 31, 2022 Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu í dag. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Lögmenn Trumps svöruðu fyrir sig í gærkvöldi en þar er því haldið fram að rannsóknin gegn Trump sé pólitísk í eðli sínu og henni sé ætlað að koma niður á mögulegu framboði hans til forsetakosninga árið 2024. Þá segir að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að leynileg skjöl væru í gögnum forsetans. Starfsmenn þjóðskjalasafnsins hefðu með réttu átt að ræða við fulltrúa Trumps í stað þess að vísa málinu til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þrátt fyrir það er of snemmt að segja til um hvort forsvarsmenn ráðuneytisins ákæri lögmennina eða Trump. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja að áðurnefnt dómsskjal innihaldi margvíslegar vísbendingar um að lögmenn Trumps hafi ítrekað sagt embættismönnum og rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) ósatt um vörslu leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump og hans fólk virðist hafa meðhöndlað þessi leynilegu gögn á ólöglegan hátt og reynd að fela þau fyrir rannsakendum. Spjótin beinast sérstaklega að Bobb en hún staðhæfði og skrifaði undir yfirlýsingu um að engin opinber eða leynileg gögn væri í Mar-a-Lago, sem reyndist ósatt. Corcoran mun hafa sagt eitthvað svipað við rannsakendur en ólöglegt er að segja rannsakendum FBI ósatt. Dómsmálaráðuneytið segir ítrekaðar tilraunir til að koma höndum yfir gögnin ekki hafa skilað árangri og því hafi á endanum verið ákveðið að gera húsleit í Mar-a-Lago. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við WP segja þó nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað og þá sérstaklega þeirri hvort Trump sjálfur hafi sagt Corcoran og Bobb að segja ósatt um gögnin. Einnig sé ekki vitað af hverju Trump hafi tekið þessi gögn með sér úr Hvíta húsinu og af hverju hann vildi ekki afhenda þau til þjóðskjalasafnsins, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Það sé þó nokkuð ljóst að lögmennirnir hafi sagt ósatt og standi mögulega frammi fyrir ákærum um að reyna að hindra framgang rannsakenda FBI og ráðuneytisins. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um gögnin leynilegu. Hann hefur meðal annars staðhæft að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir til að koma sök á sig og haldið því fram að það væri allt í lagi þó hann hefði tekið gögnin með sér, því sem forseti hefði hann svipt leynd af þeim. Forsetar Bandaríkjanna geta svipt leynd af leynilegum gögnum en það þyrfti að fara í ákveðið ferli og engar skráningar eru til um að Trump hafi nokkurn tímann gefið þessar skipanir. Til viðbótar við það virtist Trump viðurkenna í gær á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði vísvitandi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago . Trump has moved off suggesting things were planted and now says documents were in cartons at his house/club which he says even though his lawyer signed a document asserting all material was in the storage area and went back, per DOJ pic.twitter.com/J3ANADC5rq— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 31, 2022 Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu í dag. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Lögmenn Trumps svöruðu fyrir sig í gærkvöldi en þar er því haldið fram að rannsóknin gegn Trump sé pólitísk í eðli sínu og henni sé ætlað að koma niður á mögulegu framboði hans til forsetakosninga árið 2024. Þá segir að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að leynileg skjöl væru í gögnum forsetans. Starfsmenn þjóðskjalasafnsins hefðu með réttu átt að ræða við fulltrúa Trumps í stað þess að vísa málinu til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34