Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2022 19:42 Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“ Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira