„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:40 Dagný Brynjarsdóttir fagnaði tveimur mörkum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira