Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:43 Min Aung Hlaing og sendinefnd hans mun funda með rússneskum kollegum á næstu dögum. Getty/Sefa Karacan Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020. Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020.
Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18