Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:53 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Einar/Vilhelm Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn. Landsbankinn var fyrstu stóru viðskiptabankanna til að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Á vef Arion banka segir að breytilegir vextir neytendalána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu þar um, en vextir yfirdráttarlána, nýrra útlána og innlána breytist strax. Hjá Íslandsbanka var tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að vaxtahækkanirnar myndu taka gildi föstudaginn 9. september. Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 6,59%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 7,34%. Verðtryggð íbúðalán Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 7,60%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,35%. Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,70% Yfirdráttur og greiðsludreifing Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,75 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 8,00%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,75%. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,75 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig,“ segir á vef bankans. Hjá Íslandsbanka taka eftirfarandi vaxtabreytingar gildi á föstudaginn: Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi. Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Íslandsbanki Tengdar fréttir Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02 Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Landsbankinn var fyrstu stóru viðskiptabankanna til að hækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Á vef Arion banka segir að breytilegir vextir neytendalána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu þar um, en vextir yfirdráttarlána, nýrra útlána og innlána breytist strax. Hjá Íslandsbanka var tilkynnt síðastliðinn fimmtudag að vaxtahækkanirnar myndu taka gildi föstudaginn 9. september. Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 6,59%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 7,34%. Verðtryggð íbúðalán Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Verðtryggðir fastir 5 ára íbúðalánavextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 2,19% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 7,60%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,35%. Almennir verðtryggðir kjörvextir hækka um 0,30 prósentustig og verða 3,70% Yfirdráttur og greiðsludreifing Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,75 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 0,75 prósentustig. Vegna frestunar á vaxtahækkun frá 28. júní munu vextir hækka þann 25. september um 1,0 prósentustig og verða 8,00%. Hækkunin nú um 0,75 prósentustig tekur gildi 5. október og verða vextir þá 8,75%. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir sparnaðarreikninga hækka um allt að 0,75 prósentustig. Vextir veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig,“ segir á vef bankans. Hjá Íslandsbanka taka eftirfarandi vaxtabreytingar gildi á föstudaginn: Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,75 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 3 ára hækka um 0,5 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 5 ára hækka um 0,10 prósentustig. Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka almennt um 0,75 prósentustig. Þann 2. september síðastliðin hækkuðu vextir Ávöxtunar, stafræns reiknings Íslandsbanka, um 1,65 prósentustig. Vextir almennra veltureikninga hækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,75 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,75 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,75 prósentustig. Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi.
Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Íslandsbanki Tengdar fréttir Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02 Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2. september 2022 12:02
Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41