Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2022 20:31 Stefanía fór létt með það að taka fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti. Fögrusteinar munu sjá um verkið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Bláskógabyggð en nú hefur sveitarfélagið úthlutað 38 íbúðarlóðum, fyrir einbýlis- par og raðhús. Samhliða því er hafnar framkvæmdir við nýjar götur í Reykholt og Laugarvatni til að bregðast við eftirspurninni. Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Bláskógabyggð er eitt af þessum vinsælu sveitarfélögum á Suðurlandi enda er íbúum þar að fjölga mjög hratt. Á síðustu tveimur árum er búið að úthluta 38 íbúðalóðum víða um sveitarfélagið. Húsbyggjendur eru bæði einstaklingar og verktakafyrirtæki og eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að koma sér upp íbúðum fyrir starfsfólk sitt. Stefanía Hákonardóttir, formaður framkvæmda- og veituráðs vippaði sér nýlega upp í stóra gröfu frá Fögrusteinum og tók fyrstu skóflustunguna af tveimur nýjum götum í Reykholti, sem hafa fengið nöfnin Borgarrimi og Tungurimi. Þá er ný gata á Laugarvatni, sem heitir Traustatún. „Ég er ekki viss um að ég fái vinnu, sem gröfumaður en þetta gekk. Það blómstrar allt í Bláskógabyggð, mikil fólksfjölgun og lóðirnar rjúka út," segir Stefanía. Eftir ládeyðu í ferðaþjónustu í Bláskógabyggð á tímum covid er nú mjög mikið að gera og fjölmörg ný störf hafa orðið til. Oddvitinn er ánægður í dag. Forsvarsmenn Bláskógabyggðar og verktakafyrirtækisins Fögrusteina þegar skóflustungan var tekin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur fjölgar svo mikið að við verðum að bregðast við, hafa götur og lóðir tilbúnar svo allir geti byggt og búið hérna hjá okkur, sem vilja koma. Okkur hefur fjölgað um 7 prósent frá 1. desember síðastliðnum. Við erum orðinn 1243 og ég held að það sé ekkert langt í það að við verðum orðin 1500,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti. Mest er verið að byggja í Reykholti og sækja um lóðir þar, en Laugarvatn kemur líka sterkt inn og aðeins er spurt um lóðir í Laugarási. En hvaðan kemur allt þetta fólk, sem vill flytja í Bláskógabyggð? „Það er nú bara úr öllum áttum. Það eru einstaklingar að byggja og svo eru þetta fyrirtæki í garðyrkjunni og ferðaþjónustunni, sem eru að byggja fyrir sitt starfsfólk,“ segir Helgi. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað um 7% frá 1. desember 2021.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira