„Ég treysti þeim í allt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 11:30 Amanda Andradóttir kom við sögu í einum leik á EM og hefur leikið átta A-landsleiki, aðeins 18 ára gömul. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira