Betri bálfarir, betri jarðarfarir Vésteinn Valgarðsson skrifar 6. september 2022 18:30 Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun