Engin svör fást um rannsókn Óshlíðarmálsins frá 1973 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 14:01 Ljósmynd af bílnum í fjörunni undir Óshlíðarvegi. Haukur Sig./Ljósmyndasafnið Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum segir ekki tímabært að svara einstökum spurningum eða bæta við upplýsingum umfram þær sem fram komu í lok maí um rannsókn embættisins á bílslysi sem varð á Óshlíðarvegi í september 1973. Þetta skrifar Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Lögreglan á Vestfjörðum tilkynnti 30. maí síðastliðinn að embættið hafi staðið fyrir uppgreftri á líkamsleifum Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi á Óshlíðarvegi 23. september 1973. Fram kom í tilkynningu embættisins að lögreglustjórinn hafi áður, með vitund og samþykki nánustu aðstandenda Kristins, fengið dómsúrskurð til aðgerðanna. Hópur lögreglumanna af Vestfjörðum ásamt tveimur tæknideildarmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk réttarlæknis og aðstoðarmanns hans, unnu við uppgröftin. Kristinn var, samkvæmt heimildum fréttastofu, jarðsettur í Hagakirkjugarði á Barðaströnd en fréttastofa hefur engin svör fengið um hvort jarðneskar leifar hans hafi verið bornar aftur til grafar. Kirkjugarðsvörður Hagakirkju vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá sagði að lögreglunni hafi í aðdraganda aðgerðanna borist ábending um að slysið hafi ekki verið nægilega upplýst á sínum tíma. Þrátt fyrir að langur tími sé um liðinn séu taldar líkur á að hægt sé að upplýsa nánar um tildrög atviksins. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá því að lögregla stóð að uppgreftri líkamsleifa Kristins en engar frekari upplýsingar hafa borist um rannsókn málsins síðan þá. Lögregla sagði í skriflegu svari sínu ekki tilefni til að svara einstökum spurningum fréttastofu eins og hvort rannsókn réttarlæknis á líkamsleifum Kristins væri lokið, hver staðan á rannsókninni er, hvort búið sé að taka skýrslur af vitnum, hvort einhver fari með réttarstöðu sakbornings, hvort lík Kristins Hauks hafi verið borið aftur til grafar og svo framvegis. Skýrslur ekki teknar af vitnum fyrr en mánuðum eftir slysið Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgönguslys Tengdar fréttir Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. 30. maí 2022 23:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þetta skrifar Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Lögreglan á Vestfjörðum tilkynnti 30. maí síðastliðinn að embættið hafi staðið fyrir uppgreftri á líkamsleifum Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi á Óshlíðarvegi 23. september 1973. Fram kom í tilkynningu embættisins að lögreglustjórinn hafi áður, með vitund og samþykki nánustu aðstandenda Kristins, fengið dómsúrskurð til aðgerðanna. Hópur lögreglumanna af Vestfjörðum ásamt tveimur tæknideildarmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk réttarlæknis og aðstoðarmanns hans, unnu við uppgröftin. Kristinn var, samkvæmt heimildum fréttastofu, jarðsettur í Hagakirkjugarði á Barðaströnd en fréttastofa hefur engin svör fengið um hvort jarðneskar leifar hans hafi verið bornar aftur til grafar. Kirkjugarðsvörður Hagakirkju vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá sagði að lögreglunni hafi í aðdraganda aðgerðanna borist ábending um að slysið hafi ekki verið nægilega upplýst á sínum tíma. Þrátt fyrir að langur tími sé um liðinn séu taldar líkur á að hægt sé að upplýsa nánar um tildrög atviksins. Rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá því að lögregla stóð að uppgreftri líkamsleifa Kristins en engar frekari upplýsingar hafa borist um rannsókn málsins síðan þá. Lögregla sagði í skriflegu svari sínu ekki tilefni til að svara einstökum spurningum fréttastofu eins og hvort rannsókn réttarlæknis á líkamsleifum Kristins væri lokið, hver staðan á rannsókninni er, hvort búið sé að taka skýrslur af vitnum, hvort einhver fari með réttarstöðu sakbornings, hvort lík Kristins Hauks hafi verið borið aftur til grafar og svo framvegis. Skýrslur ekki teknar af vitnum fyrr en mánuðum eftir slysið Vísir greindi frá því 31. maí síðastliðinn að skýrslur hafi ekki verið teknar af ökumanni og farþega í bílnum fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Fram kemur í lögregluskýrslum um málið, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Kristinn hafi farið á dansleik í Hnífsdal kvöldið áður og síðan í einkasamkvæmi á Ísafirði með þremur stúlkum. Upp úr klukkan fjögur um morguninn hafi þau farið úr samkvæminu, ásamt fjórðu stúlkunni, hitt fyrir leigubílstjóra, sem keyrði þau um Ísafjörð. Tvær stúlknanna hafi farið úr bílnum áður en haldið var til Bolungarvíkur þar sem ein stúlknanna bjó. Þegar hún hafi verið komin heim til sín hafi leigubílstjórinn haldið, með Kristinn og fjórðu stúlkuna, aftur til Ísafjarðar. Stúlkan sat í framsætinu en Kristinn Haukur lá í aftursætinu. Rykkur hafi komið á bílinn Höskuldur Guðmundsson, leigubílstjórinn fyrrverandi, sagði í samtali við fréttastofu 31. maí síðastliðinn að stúlkan hafi verið vinkona hans og hann hafi verið hættur að aka gegn gjaldi þetta kvöld þegar hann tók hópinn upp í bíl. Hann hafi aðeins ekið til Bolungarvíkur þar sem stúlkan sem þangað hafi þurft að komast hafi verið í vandræðum með að finna far. Kristinn Haukur hafi verið mjög drukkinn og fljótlega dáið áfengisdauða í aftursætinu. Fram kemur í lögregluskýrslum að við blindbeygju á Óshlíðarvegi hafi komið rykkur á bílinn og Höskuldur misst stjórn á honum áður en bíllinn valt þrjátíu metra niður í flæðarmálið. Bílstjórinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu 23. nóvember 1973 að áður en bíllinn fór út af veginum hafi vinstra afturhjólið „neglt sig fast í bremsu“ og við það hafi hann misst stjórn á bílnum. Við rannsókn málsins var bifreiðaeftirlitsmaður fenginn til að skoða bílinn og sagði hann að stýrisliður hafi verið rofinn. Hann hafi ekkert fundið að hemlum bifreiðarinnar. Líkið farið að stirðna þegar lögregla kom á slysstað Höskuldur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekið hægt um Óshlíðarveginn því aðstæður hafi ekki, eins og alltaf í Óshlíð, verið góðar. Þegar hann hafi ýtt lauslega á bremsuna hafi annað hjólið á bílnum læst sig og bíllinn farið út af. Hann segir það oft hafa gerst í amerískum bílum, en bíllinn var úr verksmiðju Ford 1967. Bíllinn valt niður í flæðarmálið en lenti á hjólunum og komust bæði ökumaðurinn og stúlkan, sem hvorugt var í bílbelti, út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þau sögðust í skýrslutöku hjá lögreglu hafa fundið vasaljós í bílnum og leitað Kristins stutlega án árangurs. Þau hafi síðan gengið inn í Hnífsdal, um klukkustundar leið, þar sem þau gátu gert lögreglu viðvart. Einn lögreglumaður var sendur á slysstað þar sem hann fann Kristin látinn í hlíðinni miðri, um fimmtán metra fyrir ofan staðinn þar sem bíllinn hafði stöðvast. Lögreglumaðurinn segir í skýrslu að ljóst hafi verið að Kristinn væri látinn, en storknað blóð hafi verið í munni hans og hann hafi haft mikið sár á höfði. Líkaminn hafi þar að auki verið farinn að stirðna. Læknanemi, sem hafði verið kallaður til, úrskurðaði Kristinn látinn á staðnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Lögreglumál Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgönguslys Tengdar fréttir Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. 30. maí 2022 23:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00
Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. 30. maí 2022 23:13