„Þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 09:00 Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Myndin er samsett. Vísir Kona sem flúði Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands fyrir tuttugu og sex árum sér nú um að taka á móti mesta straumi flóttafólks til Reykjavíkur frá upphafi. Hún segir flóttafólk afar ánægt með að geta hitt Íslendinga á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi.
Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira