Áfram fjöllum við um byrlanir en lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið geta gert betur í málaflokknum.
Við fylgjumst með nýjustu vendingum í Úkraínu en það virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta landsins.
Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir þau og lofar því að segja satt í framtíðinni.
Þá fylgjumst við með vendingum í Svíþjóð en von er á æsispennandi kosningum þar í landi þegar íbúar ganga að kjörborðinu á morgun og skellum okkur á heimsþing bakara sem fram fer hér á landi um helgina.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.