Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 09:21 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi á morgun. Ráðherrann sagði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir hóflegum útgjaldavexti á næsta ári, þar sem hagvöxtur verði nýttur til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og unnið verður gegn þenslu og verðbólgu. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti Fram kemur að stærsta verkefnið á tekjuhlið ríkissjóðs á komandi árum sé heildarendurskoðun gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. „Samhliða miklum árangri í orkuskiptum fólksbílaflotans og sífellt sparneytnari bílum í umferð hafa tekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti dregist verulega saman. Við því þarf að bregðast með nýjum lausnum, svo áfram megi standa undir öflugu viðhaldi og uppbyggingu í samgöngukerfinu. Sístækkandi hópur bíleigenda greiðir mjög lítið fyrir notkun vegakerfisins þar sem tekjur ríkissjóðs af vistvænum bílum eru afar takmarkaðar. Stefnt er að því að fyrirkomulag gjaldtöku miðist í auknum mæli við notkun, en breytingum á bifreiðagjaldi, vörugjaldi og losunarmörkum á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skrefin að nýju kerfi. Þannig eru tekjurnar færðar nær fyrra jafnvægi og stuðlað að því að fleiri bíleigendur taki þátt í óhjákvæmilegum kostnaði við vegakerfið.“ Um 1.300 milljarða útgjöld Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Um aukninguna segir að mest sé til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, en heilbrigðismál séu eftir sem áður langstærsti útgjaldaliðurinn og nemi alls tæplega 320 milljörðum króna. Þá segir að framlög til umhverfismála aukist sömuleiðis talsvert frá fyrra ári, meðal annars vegna bindingar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerða til að bæta ástand áfangastaða innan náttúruverndarsvæða. Meginstef frumvarpsins er sagt vera að verja sterka stöðu og taka markviss en skynsamleg skref fram á við, þar liggi stærsta verkefnið næstu misseri. „Framlög til heilbrigðismála hafa aukist um 40 ma.kr. frá árinu 2020. Þar hefur áhersla meðal annars verið lögð á: Aukin rekstrarframlög til sjúkrahúsa Byggingu nýs Landspítala og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma Aukin framlög til sjúkratrygginga Stöðugt bætta geðheilbrigðisþjónustu Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga Útgjöld vegna félags-, húsnæðis- og tryggingamála hækka mest milli ára, og hafa aukist um 33 ma.kr. frá 2020. Útgjöldin hafa m.a. farið í: Stöðugt bætt kjör með styrkingu grunnþjónustu og tilfærslukerfa á borð við örorku- og ellilífeyri í breyttu efnahagsástandi. Stofnframlög til byggingar á hagkvæmu húsnæði, en 3.100 ódýrar leiguíbúðir hafa verið byggðar með stofnframlögum ríkisins frá 2016 Auknar húsnæðisbætur til að styðja við þá sem mest þurfa á að halda Um 26,4 ma.kr. renna til ýmissa nýrra og aukinna verkefna á næsta ári. Þar má m.a. nefna: Auknar fjárheimildir til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði Hækkun framlags til húsnæðisbóta Framlag til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga Uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans Framkvæmdir við lagningu bundins slitlags á tengivegum. Tímabundið framlag vegna aðgerða til að vinna gegn neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins á viðkvæma hópa Hærri fjárheimild vegna reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Fjárfesting hefur aukist verulega undanfarin ár og er yfir langtímameðaltali á næsta ári, þó hún dragist lítillega saman til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Meðal verkefna má nefna: Byggingu nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir 13,4 ma.kr. á árinu. Fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fyrir 4,9 ma.kr. Fjárfestingu í Stafrænu Íslandi og upplýsingatækniverkefnum fyrir 2,5 ma.kr. Framlög til orkuskipta og grænna lausna fyrir 1,6 ma.kr.,“ segir í tilkynningunni. Skuldir ríkissjóðs lækka Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað hratt, ekki síst vegna hækkunar orkuverðs, og hætta sé á að staðan versni enn meira í Evrópu. „Áhrif þessa hafa verið takmörkuð á Íslandi, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku óvíða hærra en hér, sjávarútvegur stendur vel og mikil eftirspurn er eftir innlendri ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn eru nú jafn margir og fyrir faraldurinn. Útlit er fyrir að í ár verði hagvöxtur á Íslandi einn sá mesti meðal aðildarríkja OECD og verðbólga er hér næstlægst í Evrópu á samræmdan mælikvarða. Til að standa áfram undir öflugum velferðar- og heilbrigðiskerfum er mikilvægt að ná ekki aðeins tökum á verðbólgunni, heldur byggja upp styrk ríkissjóðs til lengri tíma. Á næsta ári er gert ráð fyrir þeim merku tímamótum að skuldir ríkissjóðs lækka lítillega milli ára í hlutfalli af landsframleiðslu. Árangursrík sala hluta í Íslandsbanka hefur verið mikilvægur þáttur verkefnisins. Söluandvirði 57,5% hlutar ríkissjóðs hingað til nemur um 108 ma.kr., en sú fjárhæð samsvarar rúmlega allri fjárfestingu á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Sjá má kynningu Bjarna á fjárlagafrumvarpinu í spilaranum að neðan. Þá var rætt við Bjarna að loknum fundinum. Hann tjáði fréttastofu að hann hefði helst áhyggjur af verðbólgunni, sér mikil tækifæri í stafrænum lausnum og mikinn kost að Ísland eigi ekki sæstreng þessa stundina.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira