Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina. Geysissvæðið í Haukadal var friðlýst á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2020. Það er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þykir einstakt á heimsvísu. Friðlýsingin á að tryggja vernd jarðminja, örvera og gróðurs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. „Þetta er verndar-og stjórnaráætlun sem er tæki okkar, þegar við erum búin að friðlýsa svæði, að ákveða hvernig á að nýta það og hvað á að vernda og svo framvegis. Auðvitað þekkjum við Geyssisvæðið, þetta er þjóðargersemi, en það skiptir auðvitað miklu máli að við gerum þetta eins vel og mögulegt er í sátt við þá aðila sem þar eru,“ segir Guðlaugur Þór. „Framtíðarsýnin er einfaldlega bara þessi; þetta er þjóðargersemi og við ætlum að fara einstaklega vel með hana en á sama tíma og það fer vel saman þá ætlum við að leyfa bæði Íslendingum og gestum sem hingað koma að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða og við ætlum líka að nýta það fyrir rannsóknir og vísindin umfram allt þá viljum við vernda þessa mikilvægu náttúruperlu sem er einstök á heimsmælikvarða.“ Guðlaugur segir góða samstöðu hafa náðst um málið - sem eigi sér heillanga forsögu. „Það er afskaplega mikilvægt að það sé góðs átt um það hvert við ætlum og hvernig við ætlum að vinna hlutina og þess vegna vorum við að leggja svolítið mikið upp úr því að staðfesta þetta því þetta er mikilvægt,ekki bara fyrir þá sem hér eru, heldur fyrir alla landsmenn og reyndar alla heimsbyggðina því þetta er einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Tengdar fréttir Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Geysissvæðið í Haukadal var friðlýst á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2020. Það er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þykir einstakt á heimsvísu. Friðlýsingin á að tryggja vernd jarðminja, örvera og gróðurs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. „Þetta er verndar-og stjórnaráætlun sem er tæki okkar, þegar við erum búin að friðlýsa svæði, að ákveða hvernig á að nýta það og hvað á að vernda og svo framvegis. Auðvitað þekkjum við Geyssisvæðið, þetta er þjóðargersemi, en það skiptir auðvitað miklu máli að við gerum þetta eins vel og mögulegt er í sátt við þá aðila sem þar eru,“ segir Guðlaugur Þór. „Framtíðarsýnin er einfaldlega bara þessi; þetta er þjóðargersemi og við ætlum að fara einstaklega vel með hana en á sama tíma og það fer vel saman þá ætlum við að leyfa bæði Íslendingum og gestum sem hingað koma að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða og við ætlum líka að nýta það fyrir rannsóknir og vísindin umfram allt þá viljum við vernda þessa mikilvægu náttúruperlu sem er einstök á heimsmælikvarða.“ Guðlaugur segir góða samstöðu hafa náðst um málið - sem eigi sér heillanga forsögu. „Það er afskaplega mikilvægt að það sé góðs átt um það hvert við ætlum og hvernig við ætlum að vinna hlutina og þess vegna vorum við að leggja svolítið mikið upp úr því að staðfesta þetta því þetta er mikilvægt,ekki bara fyrir þá sem hér eru, heldur fyrir alla landsmenn og reyndar alla heimsbyggðina því þetta er einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Tengdar fréttir Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15