Umfjöllunarefni þáttanna er saga bresku konungsfjölskyldunnar, frá andláti föður Elísabetar, Georgs VI, og fram til dagsins í dag. Framleiðslu fimmtu og síðustu þáttaraðarinnar hefur verið frestað í virðingarskyni við konungsfjölskylduna.
Kista Elísabetar verður flutt frá St. Giles dómkirkjunni í Edinborg síðdegis til Lundúna. Dóttir Elísabetar, Anna prinsessa, mun fylgja kistunni. Bróðir Önnu, Karl III Bretakonungur, mun taka á móti kistunni í Buckingham höll. Hann dvaldi í Edinborg í nótt en mun heimsækja Norður-Írland fyrri part dags til að vera viðstaddur minningarathöfn um móður sína.
Á morgun verður kista drottningarinnar flutt í Westminster Hall, þar sem almenningur mun geta vottað virðingu sína í fjóra daga.
Bretar hafa verið varaðir við því að örtröð muni myndast í öllum almenningssamgöngum á næstu dögum, þar sem gert er ráð fyrir því að hundruð þúsunda muni ferðast til Lúndúna í aðdraganda útfarar Elísabetar. Þá hefur fólk verið varað við því að þurfa að bíða í allt að 12 klukkustundir í röð við Westminster Hall.