Reggístrákarnir sem bíða Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 10:33 Heimir Hallgrímsson byrjar á glímu við Argentínu, rétt eins og á HM í Rússlandi þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Getty/Simon Stacpoole Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar. Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar.
Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30