Í Stóru moskunni í Mecca má finna Kaba sem er stór steinbygging en múslimar ferðast langar leiðir í pílagrímsferðum til þess að heimsækja bygginguna. Allir þeir sem ekki eru íslamtrúar eru óvelkomnir í moskuna.
Jemenskur karlmaður ferðaðist alla leið til borgarinnar með borða sem stóð á: „Pílagrímsferð fyrir sál Elísabetar II Bretlandsdrottningar, við biðjum Guð um að taka hana til himnaríkis til að dvelja ásamt þeim réttlátu.“
Bæði er bannað að fara í pílagrímsferðir fyrir látna sem ekki voru íslamstrúar og að vera með einhverskonar borða í moskunni. Hann var því handtekinn á staðnum.
Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hann verið harðlega gagnrýndur af öðrum múslimum.
He s performing umrah on behalf of Queen Elizabeth II. What is wrong with people? I don t think he s joking either. Too many Muslims getting carried away not knowing where to draw the line pic.twitter.com/7eK1Va9c6k
— Majid Freeman (@Majstar7) September 12, 2022