Ákærður fyrir að kyssa unglingsstúlku og ganga í skrokk á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 11:06 Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni og kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í sumar ákærður fyrir að hafa kysst unglingsstúlku og tilraun til manndráps með því að hafa gengið illa í skrokk á móður sinni í Reykjavík. Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa í apríl síðastliðnum veist með ofbeldi að móður sinni í íbúð í Reykjavík, með því að slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í líkama, andlit og höfuð, sparkað í líkama hennar og ítrekað tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að móðirin hafi hlotið glóðarauga og áverka á hálsi, andliti, höfði, handleggjum, endi, fótlegg og brjóstkassa. Hafi maðurinn þannig ógnað lífi, heilsu og velferð móður sinnar. Deilt um hvort stúlkan og móðirin þyrftu að mæta manninum í dómsal Í ákæru segir einnig að maðurinn hafi ákærður fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2020 tekið utan um stúlku sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á munninn. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum móðurinnar og stúlkunnar um að manninum yrði gert að víkja úr dómsal þegar þær gæfu skýrslu. Landsréttur sneri hins vegar að hluta við úrskurði héraðsdóms, þannig að manninum yrði gert að yfirgefa dómsal þegar unga konan gæfi skýrslu. Sambærilegri kröfu móðurinnar var þó hafnað og þurfti hún að mæta syni í dómsal, en aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í mánuðinum. Í úrskurðinum segir að stúlkan hafi greint sálfræðingi sínum frá því að fátt annað hafi komist að í huga hennar en meðferð málsins og að þurfa að bera vitni í dómsal að manninum viðstöddum. „Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafi komið fram í viðtölum og svörum,“ segir í úrskurði Landsréttar sem féllst á kröfuna stúlkunnar. Hefur áður ráðist á föður sinn Maðurinn er auk þess ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í lögreglubíl í mars síðastliðinn hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti þegar verið var að keyra hann úr Skeifunni í Reykjavík og niður á lögreglustöð. Maðurinn hefur áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, meðal annars gagnvart föður sínum, og fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var á sínum tíma úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það var mat lögreglu að mikil hætta væri almennri ofbeldishegðun mannsins og að líklegir brotaþolar væru taldir foreldrar hans, lögreglumenn, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu/félagsþjónustu og almennir borgarar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira