Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2022 19:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir algeran viðsnúning hafa átt sér stað í efnahagsmálum. Nú þurfi ríkissjóður að draga úr útgjöldum til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. Vísir/Vilhelm Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. Fjárlagafrumvarpið er eðlilega ítarlegt þar sem það snertir nánast alla þætti samfélagsins. En út frá sjónarmiði hagsmuna ríkissjóðs ber kannski hæst að fjármálaráðherra segir að nú hafi tekist að stöðva skuldaaukningu ríkissjóðs eftir mikinn fjáraustur undanfarinna ára vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Bjarna Benediktssonar. Þúsundir flytja til Íslands „Gert er ráð fyrir miklum hagvexti í ár og einkaneysla hefur aldrei verið sterkari. Ferðamenn eru langtum fleiri en vonast var til, um helming íslenskra fyrirtækja skortir starfsfólk og útlit er fyrir að hátt í tíu þúsund fleiri flytji til landsins en frá því á árinu,“ sagði Bjarni. Þá hefðu þrettán þúsund ný störf orðið til á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur áhyggjur af þeim sem komist ekki inn á fasteignamarkaðinn og boðar aðgerðir í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir verðbólgu hafi tekist að verja kaupmáttaraukningu síðustu ára. Nú þyrfti ríkið að draga úr útgjöldum til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. „Áherslan nú er að styðja þá sem minnst hafa og þá sem sjá múrinn inn á fasteignamarkaðinn fara hækkandi. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru enn fyrir utan fasteignamarkaðinn,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hefði stuðlað að byggingu um þrjú þúsund íbúða undanfarin ár og ynni nú að áætlun um enn frekari uppbyggingu í samvinnu við sveitarfélögin. Góðar fréttir þrátt fyrir allt „Góðu fréttirnar eru þær að við erum á marga vegu á réttri leið. Hallinn heldur áfram að minnka. Afkoman hefur batnað um 100 milljarða á milli fjárlagaára núna. Skuldahlutfallið er hætt að hækka, ríkisskuldahlutfallið. Það er fyrr en vonir stóðu til. Verðbólga hefur aðeins komið niður,“ sagði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu lækka í fyrsta skipti á næsta ári frá árunum sem faraldurinn gekk yfir.Grafík/Sara „Við viljum með markvissum og skynsamlegum framfaraskrefum og hófsemi í útgjaldavexti, vinna gegn þenslu, ná tökum á verðbólgunni og treysta þannig grunninn til framtíðar,“ sagði Bjarni. Það þýddi þó ekki að innviðauppbyggingu yrði ekki haldið áfram þótt dregið yrði úr framkvæmdum næstu tvö árin. „Þrátt fyrir aukið aðhald í frumvarpinu er áfram stefnt að því að styrkja innviðina. Við viljum viðhalda sterkri opinberri grunnþjónustu og því er fylgt eftir af fullum krafti,“ sagði Bjarni Benediktsson þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Tekjur þeirra hæst launuðu hækka mest Kristrún Frostadóttir segir ójöfnuð hafa aukist þar sem tekjur efstu tíundar samfélagins hafi hækkað langt umfram tekjur annarra hópa.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt við fjárlagafrumvarið og markmið þess að athuga. Þar væri ýmist ekki dregið úr ójöfnuði eða nóg að gert fyrir þá lakast settu og svo væri þjóðin einfaldlega með rangan gjaldmiðil. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði skattkerfinu ekki beitt til að auka jöfnuð og afla tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. „Ég held að rétt sé að taka fram að í fyrra jukust ráðstöfunartekjur efstu tekjutíundanna á Íslandi tvöfalt á við allar aðrar tíundir í landinu. Það var 52 prósenta aukning í fjármagnstekjum í fyrra, mesta aukning síðan árið 2007. Við hlustum hér ítrekað á málflutning samstarfsráðherra fjármálaráðherra tala um mikilvægi þess að reka velferðarríki, skipta byrðunum jafnt en hér mætir hann með allt annars konar frumvarp,“ sagði Kristrún. Ónýtur gjaldmiðill sem heldur uppi vöxtum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekki hægt að tala um samkeppni á bankamarkaði á Íslandi þar sem vextir séu mun hærri en í Evrópu vegna gjaldmiðilsins.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar lýsti stuðningi við þau markmið ríkisstjórnarinnar að selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka en óttaðist að því yrði klúðrað eins og fyrri sölu á hlut í bankanum. Þá væri ekki hægt að tala um samkeppni á íslenskum bankamarkaði. „Með fullri virðingu þá er ekki samkeppni eins og við tölum um samkeppni í Evrópu eða bara vestanhafs á bankamarkaði, vátryggingamarkaði. Meðan við höfum íslensku krónuna er tómt mál að tala um alvöru samkeppni á fjármálamarkaði, ekki síst þegar íslensk heimili borga miklu hærri vexti en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Þorgerður Katrín. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir þá verst stöddu hafa gleymst í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórnina um að gleyma þeim verst settu í samfélaginu. „Hvernig stendur á því að útgjöld til velferðarmála halda ekki í við verðbólgu? Það var spurningin. Það er nefnilega stóra málið í velferðarsamfélagi, jafn litlu samfélagi og við búum í. Það er grundvallaratriði að við sjáum um þá sem lægst eru settir til að halda sátt í samfélaginu. Það er grundvallaratriði í þessu,“ sagði Eyjólfur Ármannsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52 Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 15. september 2022 07:09 Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. 13. september 2022 12:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er eðlilega ítarlegt þar sem það snertir nánast alla þætti samfélagsins. En út frá sjónarmiði hagsmuna ríkissjóðs ber kannski hæst að fjármálaráðherra segir að nú hafi tekist að stöðva skuldaaukningu ríkissjóðs eftir mikinn fjáraustur undanfarinna ára vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Bjarna Benediktssonar. Þúsundir flytja til Íslands „Gert er ráð fyrir miklum hagvexti í ár og einkaneysla hefur aldrei verið sterkari. Ferðamenn eru langtum fleiri en vonast var til, um helming íslenskra fyrirtækja skortir starfsfólk og útlit er fyrir að hátt í tíu þúsund fleiri flytji til landsins en frá því á árinu,“ sagði Bjarni. Þá hefðu þrettán þúsund ný störf orðið til á þessu ári. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur áhyggjur af þeim sem komist ekki inn á fasteignamarkaðinn og boðar aðgerðir í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir verðbólgu hafi tekist að verja kaupmáttaraukningu síðustu ára. Nú þyrfti ríkið að draga úr útgjöldum til að vinna gegn þenslu og verðbólgu. „Áherslan nú er að styðja þá sem minnst hafa og þá sem sjá múrinn inn á fasteignamarkaðinn fara hækkandi. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru enn fyrir utan fasteignamarkaðinn,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hefði stuðlað að byggingu um þrjú þúsund íbúða undanfarin ár og ynni nú að áætlun um enn frekari uppbyggingu í samvinnu við sveitarfélögin. Góðar fréttir þrátt fyrir allt „Góðu fréttirnar eru þær að við erum á marga vegu á réttri leið. Hallinn heldur áfram að minnka. Afkoman hefur batnað um 100 milljarða á milli fjárlagaára núna. Skuldahlutfallið er hætt að hækka, ríkisskuldahlutfallið. Það er fyrr en vonir stóðu til. Verðbólga hefur aðeins komið niður,“ sagði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu lækka í fyrsta skipti á næsta ári frá árunum sem faraldurinn gekk yfir.Grafík/Sara „Við viljum með markvissum og skynsamlegum framfaraskrefum og hófsemi í útgjaldavexti, vinna gegn þenslu, ná tökum á verðbólgunni og treysta þannig grunninn til framtíðar,“ sagði Bjarni. Það þýddi þó ekki að innviðauppbyggingu yrði ekki haldið áfram þótt dregið yrði úr framkvæmdum næstu tvö árin. „Þrátt fyrir aukið aðhald í frumvarpinu er áfram stefnt að því að styrkja innviðina. Við viljum viðhalda sterkri opinberri grunnþjónustu og því er fylgt eftir af fullum krafti,“ sagði Bjarni Benediktsson þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Tekjur þeirra hæst launuðu hækka mest Kristrún Frostadóttir segir ójöfnuð hafa aukist þar sem tekjur efstu tíundar samfélagins hafi hækkað langt umfram tekjur annarra hópa.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt við fjárlagafrumvarið og markmið þess að athuga. Þar væri ýmist ekki dregið úr ójöfnuði eða nóg að gert fyrir þá lakast settu og svo væri þjóðin einfaldlega með rangan gjaldmiðil. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði skattkerfinu ekki beitt til að auka jöfnuð og afla tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu innviða. „Ég held að rétt sé að taka fram að í fyrra jukust ráðstöfunartekjur efstu tekjutíundanna á Íslandi tvöfalt á við allar aðrar tíundir í landinu. Það var 52 prósenta aukning í fjármagnstekjum í fyrra, mesta aukning síðan árið 2007. Við hlustum hér ítrekað á málflutning samstarfsráðherra fjármálaráðherra tala um mikilvægi þess að reka velferðarríki, skipta byrðunum jafnt en hér mætir hann með allt annars konar frumvarp,“ sagði Kristrún. Ónýtur gjaldmiðill sem heldur uppi vöxtum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekki hægt að tala um samkeppni á bankamarkaði á Íslandi þar sem vextir séu mun hærri en í Evrópu vegna gjaldmiðilsins.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar lýsti stuðningi við þau markmið ríkisstjórnarinnar að selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka en óttaðist að því yrði klúðrað eins og fyrri sölu á hlut í bankanum. Þá væri ekki hægt að tala um samkeppni á íslenskum bankamarkaði. „Með fullri virðingu þá er ekki samkeppni eins og við tölum um samkeppni í Evrópu eða bara vestanhafs á bankamarkaði, vátryggingamarkaði. Meðan við höfum íslensku krónuna er tómt mál að tala um alvöru samkeppni á fjármálamarkaði, ekki síst þegar íslensk heimili borga miklu hærri vexti en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Þorgerður Katrín. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir þá verst stöddu hafa gleymst í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórnina um að gleyma þeim verst settu í samfélaginu. „Hvernig stendur á því að útgjöld til velferðarmála halda ekki í við verðbólgu? Það var spurningin. Það er nefnilega stóra málið í velferðarsamfélagi, jafn litlu samfélagi og við búum í. Það er grundvallaratriði að við sjáum um þá sem lægst eru settir til að halda sátt í samfélaginu. Það er grundvallaratriði í þessu,“ sagði Eyjólfur Ármannsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52 Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 15. september 2022 07:09 Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. 13. september 2022 12:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58
Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. 14. september 2022 19:52
Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 15. september 2022 07:09
Ríkisstjórnin rifar seglin í fjárlagafrumvarpi vegna verðbólgu Forsætisráðherra segir fjárlagafrumvarpið taka mið af því að nú séu snúir tímar með verðbólguþróun sem verði að takast á við. Aukning framlaga til einstakra málaflokka sé því minni en áður. Alþingi verður sett með hefðbundnum hætti klukkan hálf tvö í dag. 13. september 2022 12:56