„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. september 2022 21:45 Róbert Gunnarsson er þjálfari Gróttu. Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. „Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
„Mér líður bara mjög illa. Ég er mjög leiður og sorgmæddur,“ sagði Róbert niðurlútur að leik loknum. „Við leggjum allir mikið á okkur. Strákarnir voru frábærir og eiga hrós skilið. Það er hjarta og dugnaður í þessum strákum og rosalega erfitt að tapa með einu. Eins og allir vita er mjótt á milli og þetta gat dottið báðum megin og þá er þetta alltaf mjög sárt. Það er hetjuleg barátta í strákunum, en auðvitað er hellingur af hlutum sem máttu fara betur og ég hugsa að Þórir [Ólafsson, þjálfari Selfyssinga] hugsi það sama með sitt lið.“ Grótta fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 13-15. Selfyssingar höfðu verið duglegir að tapa boltanum í fyrri hálfleik og Róbert segir það líklega hafa verið klufagang að vera ekki með stærra forskot þegar gengið var til búningsherbergja. „Mér fannst við eiga að vera mikið meira yfir í leiknum. Við erum líka klaufar og erum með allt of marga tæknifeila og svo ver hann náttúrulega bara mjög vel í markinu hjá þeim. Við erum að fara með mjög góð færi og það er auðvitað mjög svekkjandi.“ Selfyssingar voru þó fljótir að snúa taflinu við í upphafi seinni hálfleiks og taka forystuna, en Róbert hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram að berjast á þeim tímapunkti. „Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði. Þeir koma til baka og við vorum komnir tveim eða þrem undir, en strákarnir bara halda áfram. Við erum bara óheppnir - eða óheppnir, við bara klúðrum þessu sjálfir í lokin. Við hefðum alveg getað unnið þetta eða gert jafntefli. En svona er þetta og ég get ekki beðið um meira en að menn leggi sig alla fram og þeir gerðu það svo sannarlega.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. „Við höldum bara áfram í því sem við erum að gera og ætlum að sýna þeim það sem ég og þjálfarateymið trúir á. Við vinnum bara saman í þessu og svo er það bara eins og allir aðrir þjálfarar gera, kíkja á andstæðinginn og greina hann. Það er alveg rétt að Stjarnan er með frábært lið, frábæran hóp og mikla breidd. En ég bara trúi á þessa stráka,“ sagði Róbert að lokum.
Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. 15. september 2022 20:53
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti