Youtube stjarnan Trisha Paytas Hacmon eignaðist dóttur á dögunum og hefur nú tilkynnt nafn hennar á samfélagsmiðlum. Dóttirin hlaut nafnið Malibu Barbie Paytas-Hacmon.
Trisha hóf ferilinn sinn á Youtube árið 2007 og er þekktust fyrir að gera myndbönd af sér að elda og borða mat. Hún tekur upp matarmyndbönd í svokölluðum mukbang stíl sem snýst um að borða mikið af mat. Þar að auki hefur hún reynt fyrir sér í tónlistarheiminum sem söngkona.
Nýbakaða móðirin lýsir sér einnig sem ASMR listamanni. Sú tækni snýst út á það að gera hljóð sem vekja upp viðbrögð í mannslíkamanum. Trisha tók einnig þátt í raunveruleikaþáttunum Celebrity Big Brother árið 2017.
Hér að neðan má sjá dæmi um ASMR myndband sem hún hefur birt: