Jón Hjaltason sem var í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í vor segir í samtali við Ríkisútvarpið að ásakanirnar beinist að honum og Brynjólfi Ingvarssyni, oddvita flokksins. Hann hafi óskað eftir því að fá að mæta á fund flokksins en þeirri beiðni hafi verið hafnað.
Konurnar þrjár sem stigu fram, Málfríður Þórðardóttir Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving hafa allar starfað innan Flokks fólksins á Akureyri. Þær sögðust hafa verið lítilsvirtar og hafi upplifað kynferðislega áreitni gagnvart sér.
„Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar,“ stóð í yfirlýsingu kvennanna.
Í umfjöllun Ríkisútvarpsins er Inga Sæland sögð hafa boðað til fundar á á Akureyri á dögunum en hún hafi ekki mætt, í kjölfarið hafi annar fundur verið boðaður með stuttum fyrirvara í Reykjavík en hann fari þar fram í kvöld