Telur her og lögreglu Mexíkó bera sök á fjöldamorðum á námsmönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. september 2022 14:31 Fjöldamótmæli í Mexíkóborg til að mótmæla hvarfi stúdentanna 43 og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart málinu. Daniel Cardenas/GettyImages Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið hershöfðingja og tvo aðra háttsetta menn innan hersins fyrir aðild þeirra að hvarfi og fjöldamorði á 43 námsmönnum fyrir 8 árum. Í síðasta mánuði var fyrrverandi ríkissaksóknari landsins handtekinn fyrir sömu sakir. Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf. Mexíkó Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf.
Mexíkó Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira