Í upphafi þingvetrar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. september 2022 10:01 Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Alþingi Hinsegin Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar