Offita, markaðsöfl og neysla Hallgerður Hauksdóttir skrifar 19. september 2022 17:01 Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun