Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Atli Arason skrifar 20. september 2022 07:01 Isabella Ósk er leikmaður Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Kærasti Isabellu, körfuboltaleikmaðurinn Jermey Smith, lék með Haukum á Íslandi síðasta vetur en samdi við South Adelaide Panthers eftir að tímabilinu hér heima lauk síðasta vor. „Ég kom til Ástralíu til að heimsækja kærasta minn sem spilar með karla liðinu. Ég ætlaði bara að koma og vera hérna í mánuð,“ sagði Isabella í samtali við Vísi á dögunum þar sem hún gerði upp heimsóknina til Ástralíu, sem átti eftir að ílengjast. „Þjálfari kvennaliðs South Adelaide Panthers frétti svo að ég spilaði körfubolta og vildi prófa að fá mig á æfingar á meðan ég væri í Ástralíu. Þeim leist vel á mig og stuttu seinna var mér svo boðið samningur,“ bætti Isabella við. „Það er aðeins öðruvísi að spila í Ástralíu miðað við Ísland. Leikurinn er mikið hraðari úti, maður er hlaupandi fram og til baka allan tíman. Heima er maður meira að stoppa og fær að kalla kerfi og svona en í Ástralíu er þetta allt öðruvísi.“ Í Ástralíu lék Isabella 21 mínútu að meðaltali á leik en hún fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu eftir að miðherji liðsins, Olivia Levicki, hætti í körfubolta til að leika aðra íþrótt. „Það var leikmaður sem var í minni stöðu sem hætti í liðinu á miðju tímabili en hún fór að spila ástralskan fótbolta sem var mjög óvænt,“ sagði Isabella en ástralskur fótbolti eða ‘Aussie Rules‘ er einhverskonar blanda af rúgbý, fótbolta og krikket. „Áður en hún hættir þá var ég bara búinn að spila einn eða tvo leiki og var enn þá að læra á kerfin og sóknarleik liðsins,“ sagði Isabella Ósk. Á jómfrúartímabili sínu í atvinnumennsku skoraði Isabella 8,8 stig á leik, tók 9,17 fráköst og gaf eina stoðsendingu á meðaltali á leik. Isabella kemur því aftur til Íslands í hörku formi en Isabella verður væntanlega í eldlínunni með Blikum í dag gegn Val í opnunarleik Subway-deildarinnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00 Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. 17. ágúst 2022 19:00
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. 14. september 2022 22:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik