Stefnt á umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2022 07:01 Land Rover Discovery í þvotti. Löður rekur 15 bílaþvottastöðvar á Íslandi og á hverju ári fara um 250 þúsund bílar í gegnum þvott á stöðvum fyrirtækisins. Í bílaþvotti þarf að nota sápur og önnur hreinsiefni ásamt því að nota mikið af vatni. „Löður vill sýna samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á hágæða aðstöðu og þjónustu í bílaþvotti þannig að bílaþvottur fari frekar fram á viðurkenndum stöðvum heldur en við heimahús. Til mikils er að vinna því sápur og hreinsiefni sem notuð eru við bílaþvott heima fyrir fara beint í niðurföll og þaðan út í næsta læk, á eða sjó. Á stöðvum Löðurs fer þvotturinn fram í lokuðu rými þar sem öllu þvottavatni er safnað í sand- og olíugildrur. Skiljur hreinsa svo sápur og hreinsiefni úr þvottavatninu þannig að lágmarks hætta er á að mengun berist út í ofanvatnskerfi eða grunnvatnið okkar. Að lokum er affallið sogið upp úr gildrunum og úrganginum fargað af viðurkenndum móttökuaðilum,“ segir Elísabet Jónsdóttir framkvæmdastjóri Löðurs. Löður stígur nú stór skref í að minnka notkun á hreinsiefnum og vatni á sínum stöðvum. „Við berum öll ábyrgð á okkur nánasta umhverfi og því að minnka okkar umhverfisáhrif. Löður leggur mikla áherslu á að gera bílaþvottastöðvar sínar stöðugt umhverfisvænni. Það er til dæmis þrisvar sinnum minna magn af vatni sem fer í að þvo bílinn á snertilausu og sjálfvirku stöðvunum okkar en að þrífa hann með vatnskústi á þvottaplani. Sem dæmi tókum við stóra ákvörðun í fyrra og tókum allar ruslatunnur úr þvottabásum Löðurs með frábærum árangri. Með þessari breytingu er auðvelt að flokka allt rusl sem fellur til í rekstri Löðurs en áður var öllu hent í einn gám, undir almennt rusl. Við erum stolt af þessari vegferð og markmið okkar er að gera enn betur í umhverfismálum,“ segir Elísabet. Ein af þvottastöðvum Löðurs. En betur má ef duga skal og fyrirtækið stefnir á að nota umhverfisvænni hreinsiefni í rekstrinum. „Löður leitar stöðugt leiða til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar og vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða ný hreinsiefni á þvottastöðvunum sem lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið,“ segir Elísabet. Hún bætir við að þá séu allar plastumbúðir undan hreinsiefnum sem falla til við rekstur Löðurs flokkaðar og endurunnar í samstarfi við Pure North í Hveragerði, en með því er Löður að styðja við uppbyggingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og lágmarka kolefnisspor sinnar úrgangsmeðhöndlunar. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent
„Löður vill sýna samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á hágæða aðstöðu og þjónustu í bílaþvotti þannig að bílaþvottur fari frekar fram á viðurkenndum stöðvum heldur en við heimahús. Til mikils er að vinna því sápur og hreinsiefni sem notuð eru við bílaþvott heima fyrir fara beint í niðurföll og þaðan út í næsta læk, á eða sjó. Á stöðvum Löðurs fer þvotturinn fram í lokuðu rými þar sem öllu þvottavatni er safnað í sand- og olíugildrur. Skiljur hreinsa svo sápur og hreinsiefni úr þvottavatninu þannig að lágmarks hætta er á að mengun berist út í ofanvatnskerfi eða grunnvatnið okkar. Að lokum er affallið sogið upp úr gildrunum og úrganginum fargað af viðurkenndum móttökuaðilum,“ segir Elísabet Jónsdóttir framkvæmdastjóri Löðurs. Löður stígur nú stór skref í að minnka notkun á hreinsiefnum og vatni á sínum stöðvum. „Við berum öll ábyrgð á okkur nánasta umhverfi og því að minnka okkar umhverfisáhrif. Löður leggur mikla áherslu á að gera bílaþvottastöðvar sínar stöðugt umhverfisvænni. Það er til dæmis þrisvar sinnum minna magn af vatni sem fer í að þvo bílinn á snertilausu og sjálfvirku stöðvunum okkar en að þrífa hann með vatnskústi á þvottaplani. Sem dæmi tókum við stóra ákvörðun í fyrra og tókum allar ruslatunnur úr þvottabásum Löðurs með frábærum árangri. Með þessari breytingu er auðvelt að flokka allt rusl sem fellur til í rekstri Löðurs en áður var öllu hent í einn gám, undir almennt rusl. Við erum stolt af þessari vegferð og markmið okkar er að gera enn betur í umhverfismálum,“ segir Elísabet. Ein af þvottastöðvum Löðurs. En betur má ef duga skal og fyrirtækið stefnir á að nota umhverfisvænni hreinsiefni í rekstrinum. „Löður leitar stöðugt leiða til að minnka umhverfisáhrif starfseminnar og vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða ný hreinsiefni á þvottastöðvunum sem lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið,“ segir Elísabet. Hún bætir við að þá séu allar plastumbúðir undan hreinsiefnum sem falla til við rekstur Löðurs flokkaðar og endurunnar í samstarfi við Pure North í Hveragerði, en með því er Löður að styðja við uppbyggingu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og lágmarka kolefnisspor sinnar úrgangsmeðhöndlunar.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent