Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 10:36 Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku við athöfnina í Westminster Abbey. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar flyktust til London í gær til að vera viðstaddir útför drottningar, þar á meðal Biden Bandaríkjaforseti og íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Um tvö þúsund gestir voru í Westminster Abbey. Trump birti mynd frá athöfninni á samfélagsmiðlasíðu sinni og fáraðist yfir því að Biden hafi verið látinn sitja svo aftarlega. Á innfelldri mynd sést Biden tylla sér fyrir aftan Guðna og Elizu. „Þetta er það sem hefur orðið um Bandaríkin á aðeins tveimur stuttum árum. Engin virðing! Hins vegar góður tími fyrir forsetann okkar að kynnast leiðtogum ákveðinna þriðja heims ríkja,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðilinn Truth. Trump says he would ve gotten a better seat than Biden at the Queen s funeral. pic.twitter.com/2n1hY3AfdM— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) September 19, 2022 Fyrrverandi forsetinn var ekki hættur og hélt því fram að ef hann væri enn við völd hefði hann fengið betra sæti við útförina en Biden. „Ef ég væri forseti hefðu þau ekki sett mig þarna fyrir aftan og landið okkar væri verulega frábrugðið því sem það er núna!“ Eftir því sem Vísir kemst næst raða konungsdæmi öðru kóngafólki á fremstu bekki við athafnir eins og útförina í gær. Fyrir aftan það koma svo kjörnir þjóðarleiðtogar og er þeim raðað eftir því hversu lengi þeir hafa setið í embætti. AP-fréttastofan segir að forsetar, forsætisráðherrar og aðrir þjóðarleiðtogar sem voru viðstaddir útförina í gær hafi almennt látið lítið fyrir sér fara. Þeir hafi lítið tjáð sig við fjölmiðla og forðast að draga athyglina frá viðburðinum. Gærdagurinn viðburðaríki var gerður upp í Íslandi í dag í gærkvöldi. Heimir Már Pétursson fór yfir hápunkta dagsins og Kristín Ólafsdóttir, sem stödd er í Lundúnum, lýsti stemmningunni í ensku höfuðborginni.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira