Íslenska stoltið Eva María Jónsdóttir skrifar 20. september 2022 15:01 Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Eva María Jónsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari. Mér er minnisstætt símtal sem ég átti fyrir tilviljun á mínum gamla vinnustað. Þangað hringdi manneskja sem spurði hvenær orðið stolt hefði skipt um merkingu? Ég gat engu svarað um það en spurði til baka hver væri kveikjan að spurningunni. Þá hafði manneskjan í símanum verið við jarðarför þar sem presturinn sagði í minningarorðum að hinn látni hefði verið stoltur. Hálf kirkjan (eldra fólkið) mun þá hafa tekið andköf af undrun og óþægindatilfinningu. Þetta er áhugaverð saga fyrir okkur sem höfum undanfarna áratugi skoðað miðlana og ekki farið varhluta af stoltum foreldrum, útskriftarnemum, fjallgöngumönnum, íþróttamönnum og stuðningsmönnum svo dæmi séu nefnd. Orðið virðist ekki vera neikvætt hlaðið þegar fólkið opinberar hvað það er stolt af margvíslegum ástæðum. Neikvæð hleðsla orðsins er þó augljós þegar orðabækur eru skoðaðar en þá tengist orðið t.d. drambi og stærilæti. Orðsifjabókin sýnir fram á tengingu stolts við germönsku rótina ‘stel-t-’ sem merkir stífur. Hér er þetta ekki dregið fram til að halda því fram að fólk verði að hætta að nota orðið á þann hátt sem nú er títt gert, heldur til að benda á dæmi um hvernig tungumálið breytist með tímanum og orð sem þóttu neikvæð áður fyrr geta breytt um merkingu. Þau eru áhugaverð orðin sem hefur “snúist hugur” á löngum tíma. Margir kannast til dæmis við að hafa þrætt við foreldra sína við upphafi skólagöngu um hvort gott sé betra en ágætt. Málnotendur geta haft ánægju af að fylgjast með orðum og merkingasviði þeirra eins og spennandi framhaldssögu eða náttúrulífsmynd, því þarna er um náttúrulega þróun að ræða sem enginn einn hefur vald yfir en kemur okkur öllum við. Íslensk málnefnd stendur fyrir málræktarþingi 29. september í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskriftin í ár er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málnotendur eru velkomnir á viðburðinn kl. 15. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun