Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 06:20 Ef marka má erlenda miðla hefur Pútín hvatt „sjálfboðaliða“ í Donbas til að taka upp vopn gegn Úkraínumönnum. AP/Alexei Nikolsky Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira