Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.
Helstu vendingar:
- Pútín forseti tilkynnti að hann hefði skipað varnarmálaráðuneytinu að kalla strax upp varalið sem yrði sent til Úkraínu. Varnarmálaráðuneytið segist ætla að kveðja um 300.000 manns í herinn.
- Forsetinn var herskár í garð vesturlanda í sjónvarpsávarpi sínu og sakaði þau um að hyggja á tortímingu Rússlands. Hótaði Pútín því óbeint að beita kjarnavopnum til að verja Rússland.
- Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, og Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í dag.