Innra fjárfestingafélag ríkisins fer af stað með 1,5 milljarða króna heimild

Ríkissjóður hefur sett á stofn einkahlutafélagið Fjárföng sem er eins konar innra fjárfestingafélag ríkisins. Hlutverk félagsins, sem hefur umtalsverða lántökuheimild hjá ríkissjóði, er að fjármagna verkefni ríkisstofnana sem stuðla að umbótum og hagræðingu í ríkisrekstri til lengri tíma.