„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 23:39 Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33