Mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu fyrir krabbameinsskimunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2022 13:00 Yfirlæknir brjóstamiðstöðvar segir mikilvægt að skoða hvort konur treysti heilbrigðiskerfinu þegar kemur að krabbameinsskimunum í ljósi fyrri mistaka við greiningu leghálskrabbameina. Ný brjóstamiðstöð opnaði í morgun með það að markmiði að gera þjónustu við konur aðgengilegri. Heilbrigðisráðherra segir framtakið framfaraskref í heilsusögu kvenna. Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“ Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Ný brjóstamiðstöð Landspítlans var formlega vígð í morgun. Opnun miðstöðvarinnar er liður í að samþætta þjónustu við geiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemina. Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirmaður brjóstaskurðlækninga, segir markmiðið að byggja upp heildræna þjónustu fyrri konur í landinu. „Endurskipuleggja ferla og slíkt og gera þjónustuna aðgengilega þannig að greiningartími verði sem stystur og við sjáum meiri samfellu í flæði í gegnum greiningarferil, meðferðarferil og eftirlit.“ Þjónustan hafi verið of dreifð Svanheiður segir að þjónustan hafi verið allt of flókin og dreifð um heilbrigðiskerfið. „Já það hefur verið það og nú höfum við tækifæri til þess að fanga alla þjónustuna á einn stað. Það er hugmyndin með brjóstamiðstöð að hér er öll sú þjónusta sem konur þurfa að leita til vegna allra vandamála í brjóstum.“ Heldur þú að konur treysti kerfinu, t.d. eftir mistök við greiningu á leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu? „Já það er góð spurning. Það er eitt af því sem við þurfum að komast að. Ég held að reynslan muni sýna fram á það hvort þeir treysti kerfinu. Okkur er mjög annt um skimunina og við sem komum að skimunarverkefninu við vinnum saman og erum að endurskoða hvað við getum gert til að bæta þjónustuna og til þess að auka aðgengið þannig að konur hreinlega mæti.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.bjarni einarsson Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að þjónustan hafi verið of brotakennd en með opnun miðstöðvarinnar sé, líkt og Svanheiður sagði, öll þjónusta komin á einn stað. „Í því fellst auðvitað efling þjónustu og samfella og samlegð sem við þekkjum frá teymisvinnu sem er alltaf að aukast í allri heilbrigðisþjónustu og hún er ekki síst nauðsynleg á þessu sviði,“ sagði Willum. Er þetta framfaraskref í heilsusögu kvenna? „Já mér finnst það, stórt framfaraskref.“
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira