Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:15 Veðrið hefur verið snarvitlaust í dag. Myndin er tekin á Akureyri. Vísir/Tryggvi Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. „Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn. Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn.
Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira