„Það er allt í skrúfunni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 15:35 Brak liggur á víð og dreif um bæinn. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent